Fréttir

Hreinsunardagur í Hrísey 10. maí kl. 16.30

Árlegur hreinsunardagur í Hrísey verður þriðjudaginn 10. maí kl. 16:30. Mæting við Hríseyjarbúðina, grill að hreinsun lokinni. Mætum sem flest og hreinsum eyjuna okkar fyrir sumarið.
Lesa meira

Aðalsteinn Bergdal hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022

Á sumardaginn fyrsta er haldin svonefnd Vorkoma á vegum Akureyrarbæjar, þar eru veittar ýmsar viðurkenningar og í ár hlaut Aðalsteinn Bergdal heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022 fyrir fjölbreytt og mikilsvert framlag til menningarlífs á Akureyri. En Aðalsteinn hefur búið í Hrísey síðan í lok ársins 1999 og hefur að eigin sögn hvergi unað hag sínum betur því hér er raunverulegt líf.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn í dag, opið kl. 14.00 -17.00 í húsi Hákarla Jörundar.

Eyfirski safnadagurinn í dag, opið kl. 14.00 -17.00 í húsi Hákarla Jörundar. Frítt á söfnin.
Lesa meira

Ferjan fer í slipp mánudaginn 25.apríl.

Mánudaginn 25.apríl n.k mun ferjan fara í slipp. Konsúll mun leysa af á meðan. Þar sem ekki verður hægt að hífa bendum við á Sæfara varðandi þungaflutninga. Andey ehf
Lesa meira

Skrifstofa Akureyrarbæjar í Hrísey - opnunartímar frá 12. apríl 2022

Afgreiðslutími vetur 2022 frá 12. apríl. Þriðjudagar og fimmtudagar: 08:30 - 11:30. Guðrún Þorbjarnardóttir, þjónustufulltrúi Sími: 466 1762
Lesa meira

Páskaáætlun Hríseyjarferjunnar

Páskaáætlun
Lesa meira

Páskar í Hrísey 2022

Opnunartímar þjónustuaðila um páskana.
Lesa meira

Sumarstörf við Íþróttamiðstöðina í Hrísey

Íþróttamiðstöðin í Hrísey óskar eftir starfsfólki í 60 – 100% starf til sumarafleysinga. Unnið er á dag- og helgarvöktum.
Lesa meira

Lagning ljósleiðara í Hrísey

Ljósleiðara stofnstrengur var lagður til Hríseyjar í nóvember síðastliðinn. Heildarkostnaður framkvæmdina alla var um 41 milljón m/vsk. Ríkið, Akureyrarbær og Tengir hafa komið ríflega að þessu máli en nú er boltinn hjá okkur íbúum og húseigendum að sýna því áhuga að taka ljósleiðara inn í hús og tryggja að uppbygging ljósleiðaratengingar í Hrísey fari fram næsta sumar.
Lesa meira

Tilkynning frá þorrablótsnefnd

Þorrablótsnefndin kom saman í dag og sú ákvörðun tekin að blása af þorrablótið sem vera átti í febrúar nk., þið vitið ástæðuna. Það er hins vegar ekki útilokað að eitthvað heyrist/sjáist frá nefndinni þrátt fyrir að blótið sjálft hafi verið blásið af. Góðar stundir.
Lesa meira