Fréttir

Frá Norðurorku

Heitavatnslaust í Hrísey kl. 10.00 - 13.00 í dag föstudag.
Lesa meira

Frá Norðurorku

Kæru viðskiptavinir Norðurorku. Vegna vinnu við dreifikerfi RARIK verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Hrísey, föstudaginn 23. september nk. kl. 10 og þar til uppúr kl. 13.
Lesa meira

Hrísey með okkar augum – Taktu þátt í sýningu

Þann 24. september verður opnuð sýning í Sæborg í Hrísey. Öllum íbúum ásamt sumarhúsa eigendum og gestum er boðið að vera með í hlutverki listamanns í þessari sýningu. Að taka þátt í sýningunni er valfrjálst og opið öllum. Hvernig er að búa í Hrísey? Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman? Hvað er mikilvægast að þinu mati í Hrísey?
Lesa meira

Hefur þú áhuga á að taka þátt í listasýningu ?

Mari Mathlin er finnskur listamaður sem dvelur í Gamla skóla í september. Hún kom til Íslands fyrst árið 2004 og var skiptinemi í Myndlistarskólanum á Akureyri síðan kom hún aftur til landsins 2010 og dvaldi á Skagaströnd í listamiðstöð. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 2011 og talar í dag ágæta íslensku. Mari langar að setja upp sýningu í samstarfi við íbúa Hríseyjar. Hún var með sýningu á eyju sem er á milli Svíþjóðar og Finnlands og heitir Hailuoto þar sem hún fékk íbúa til að koma og taka þátt með sér. Spurningar sem hún er að leita af svörum við eru t.d. Hvernig er að búa í Hrísey ? Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman ? Hvað er mikilvægast að þínu mati í Hrísey ?
Lesa meira

Verbúðin 66

Lokað verður helgina 9. - 11. september á Verbúðinni 66. Annars opið allar helgar á föstudögum frá kl. 18.00 og laugardögum frá kl. 16.00. Eldhúsið opið til 20.30.
Lesa meira

Frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir HEITT vatn í Hrísey mánudaginn 29. ágúst frá kl. 10.00 og fram eftir degi. Góð ráð vegna hitaveiturofs má finna á heimasíðu okkar www.no.is
Lesa meira

Breyttur opnunartími í Hríseyjarbúðinni.

Frá og með 15. ágúst breytist opnunartími í Hríseyjarbúðinni
Lesa meira

LAUMULISTASAMSTEYPAN KYNNIR: AUGLJÓST ÚTVARP 16. ÁGÚST!

LAUMULISTASAMSTEYPAN er breytilegur hópur sem kemur saman árlega í Hrísey og vinnur að uppákomu. Undanfarin tvö ár hefur samsteypan staðið annars vegar fyrir blautri sýningu í fiskvinnsluhúsi og hins vegar göngu- og gjörningaleiðangri um eyjuna með tónleikum, njósnörum og hvísli.
Lesa meira

Wave Guesthouse opnar gistingu í Öldu

Hjónin Teitur Björgvinsson og Theodóra Kristjánsdóttir hafa opnað gistingu í Öldu, gamla prestbústaðnum að Austurvegi 9 í Hrísey. Boðið er upp á gistingu í 4 tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum.
Lesa meira

Nýtt kaffihús opnar í Hrísey

Birgir Snorrason bakari og Kristín Petra Guðmundsdóttir opnuðu í dag nýtt kaffihús í Brynjólfshúsi í Hrísey. Brynjólfshús stendur við Austurveg, nokkru austar en Íþróttamiðstöðin.
Lesa meira