Fréttir

Skötuveisla í Brekku

23 .desember ÞorláksmessaBorðhald hefst kl. 18.00Boðið upp á skötu, plokkfisk, síldarsalat, heimabakað rúgbrauð, ris a la mande og kaffiVinsamlegast pantið fyrir 17. desember í síma 695-3737 eða 466-1737 Næsti viðburður í Brekku:Jólabingó 17. desember. Barnabingó kl. 16:00 og fyrir fullorðna kl. 20:00
Lesa meira

Leiðalýsing

Fallegt veður var laugardaginn 6. desember þegar kveikt var á leiðalýsingunni í kirkjugarðinum. Að venju flutti séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir hugvekju og kirkjukórinn söng af sinni alkunnu lyst. Skoðið myndirnar
Lesa meira

ÍBÚAÞING

Íbúaþing verður haldið fimmtudaginn 4. des. 2008 kl. 17:00 í Hlein.  Á fundinn koma bæjarstjóri Akureyrar, fulltrúar frá umhverfisnefnd og fulltrúi frá almannaheillanefnd.Dagskrá:1.   Ávarp bæjarstjóra2.   Kosning í Hverfisráð3.   Kynntar aðgerðir gegn skógarkerfil og öðrum óæskilegum gróðri4.   Kynning á almannaheillanefnd5.   Önnur málÞeir sem vilja gefa kost á sér í Hverfisráð á næsta starfsári tilkynni sig á skrifstofuna í Hrísey sími:  466-1762  fyrir hádegi á fimmtudag eða í tölvupósti á hriseyak@simnet.isHverfisráð Hríseyjar  
Lesa meira

Jólaföndur og aðventukvöld

Á fyrsta sunnudegi í aðventu verður Foreldrafélag Grunnskólans með árlegt jólaföndur í skólanum og hefst það kl. 14.00.Aðventukvöld í Hríseyjarkirkju hefst  kl. 19.30.Fjölmennum og njótum þessa að vera saman.   
Lesa meira

Kveikt á jólatré

Kveikt verður á jólatréinu laugardaginn 29. nóvember kl. 18.  Hver veit nema jólasveinarnir kíki í heimsókn.Á eftir verður heitt súkkulaði og smákökur í boði.   
Lesa meira

Gaman, gaman

Nú eru jólin að nálgast og verður heilmikið um að vera í Hrísey að vanda. Við byrjun laugardaginn 22. nóvember að hita upp fyrir jólin með skemmtilegri dagskrá. Jólamarkaður í Gallerí Perlu frá kl.13.00-18.00, jólasaga og kórsöngur í Hákarlasafninu kl.14.00, kaffilhlaðborð í Brekku frá kl. 14.30-16.30 og eitthvað óvænt í kjallaranum þar. Við hvetjum alla Hríseyinga að taka þátt í því sem boðið er upp á fram að jólum og vera með.Markaðsráðið vinnur nú að því að gefa út Karrann í annað sinn og verður þar nánari kynning á því sem er framundan. Karrinn mun verða borinn í hús um miðja næstu viku. Kveðja stjórn MRH.
Lesa meira

Oft er þörf en nú er nauðsyn.

Hríseyingar og allir hinirÞá byrjum við aftur með grautinnLaugardaginn 8. nóvember verður boðið upp á þykkan og vænan grjónagraut í hádeginu í Hlein,  allt með sama sniði og ef þið hafið eitthvað í pokahorninu sem þið viljið leyfa okkur að njóta með ykkur þá endilega verið ófeimin. Við skorum á ykkar að leggja eitthvað til málanna eða maganna.Sjáumst í Hlein í hádeginu á laugardag.Stjórn MRH  
Lesa meira

Þakkarbréf

  Þakkir til ykkar allra...... heima og að heiman, já ég hugsa ennþá heim til Hríseyjar þótt nú séu liðin nokkuð mörg ár síðan við fluttum.  Það er gott að hafa alist upp og búið í svona litlu samfélagi eins og Hrísey er, þar sem fólk sýnir ennþá náungakærleik og lætur sig málin varða. Það er gott að finna hlýjuna og góðvildina frá ykkur öllum.  En hvernig er hægt að þakka með orðum hlýhuginn og gjafirnar, það er ekki einfalt, en það geri ég fyrir mína hönd, maka míns Ólafs Helga og barna okkar. Kær kveðja Birna Möller  
Lesa meira

Vantar fréttir af haustfagnaði Hríseyingafélagsins

Án efa hefur þeta allt farið mjög vel fram, en gaman væri að fá fréttir og myndir frá þessum viðburði.    
Lesa meira

Söfnunarreikningur Ólafs Helga

Vegna fjölda fyrirspurna koma hér upplýsingar um hvernig fólk getur styrkt Óla Helga, Birnu Maríu og börnin þeirra. Stofnaður hefur verið reikningur sem hægt er að leggja inn á 1145-15-201021 kennitala:220966-4029. Mikið hefur verið um það að fólk hafi haft samband eftir laugardaginn 6. september til að fá upp hvernig hægt sé að leggja lið. Munum bara að margt smátt gerir eitt stórt. 
Lesa meira