Danshátíðin í Hrísey

Danshátíðin verður svo á sínum stað í 15. – 16. ágúst en þar kemur saman dansáhugafólk og slettir úr klaufunum við undirleik þekktra hljómsveita. Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn og hefur hún stækkað og þróast mikið. 
Rúnar Þór og TRAP, Stulli og Tóti , Einar Guðmundsson harmonikkuleikari ásamt öðrum viðburðum sem verða auglýstir síðar

 

Mikið er um að sama fólkið komi og njóti þess að dansa í Hrísey því ekki eru margir staðir í dag þar sem hægt er að njóta þess að dansa þessa gömlu góðu dansa, línudans, Sænskt bugg, twist og rokk.