Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið – Hreinsunardagur í Hrísey.

Laugardaginn 8.júní  verður árlegur hreinsunardagur í Hrísey og verður lögð sérstök áhersla á fjörurnar vestan megin á eyjunni. Lagt verður af stað frá Hríseyjarbúðinni kl. 10.00 um morguninn og skipt niður á svæði. Eftir hreinsunina verður boðið upp á grillaða hamborgarar og köku í Hríseyjarbúðinni. Það eru Ferðamálafélag og Hverfisráð Hríseyjar sem standa fyrir viðburðinum og eru allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að koma og leggja okkur lið á þessum degi.  

Endilega kynnið ykkur Norðurstrandarleið á https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/itarefni-um-acw

Ferðamálafélagið og Hverfisráð Hríseyjar.