Bréf frá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær og Heilbrigðiseftirlit norðurlands eystra mun fara um eyjuna og líma viðvörunarmiða á óæskilega hluti á víðavangi og verða þeir hlutir fjarlægðir að ákveðnum tíma liðnum. Það er samfélagsleg skylda okkar að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnun á óvörðu járnarusli, plastkörum, timbri, byggingarefni, bílflökum, bílhlutum, kerrum, jarðvegsafgöngum og öðru sambærilegu á lóðum og á opnum svæðum. Það er ekki fögur sýn ef rusl blasir við okkur og gestum okkar hvert sem litið er. 

Vert er að benda á að Akureyrarbær mun verða með gáma fyrir alla úrgangsflokka þar sem hægt er að losa sig við hluti til förgunar, íbúum að kostnaðarlausu og aðstoðar ef óskað er eftir því.

Hafa skal í huga að umhverfið er hluti af ímynd samfélagsins.

Ágæti Hríseyingur, leggjumst nú á eitt með að bæta umhverfi okkar svo að það verði okkur öllum til sóma.

Allar nánari upplýsingar veita Þorgeir Jónsson gsm 695-5533 og Gunnþór Hákonarson gsm 860-9303

Með bestu kveðjum

Umhverfis- og mannvirkjasvið