Byggðaþróunarverkefnið Hrísey, perla Eyjafjarðar - Íbúafundur í Hrísey

Íbúafundur verður haldinn í Hlein miðvikudaginn 28. febrúar 2018 

Fundurinn hefst klukkan 18:00 og stendur fram eftir kvöldi. Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundinum stendur.
Á fundinum verður farið yfir stöðu verkefnisins í Hrísey og næstu skref. Einnig verður farið yfir þau verkefni sem styrkt hafa verið og nokkur þeirra kynnt sérstaklega.
Endilega takið kvöldið frá og munið að þátttaka íbúa hefur allt að segja um gang verkefnisins.