Danshátíðin í Hrísey

Danshátíðin í Hrísey var haldin í fyrsta sinn s.l. laugardag í íþróttamiðstöðinni og er óhætt að segja að hún hafi tekist mjög vel. Tæplega 100 manns mættu og var mikið stuð frá kl. 17 og til miðnættis .

Þrjár hljómsveitir léku fyrir dansi Hljómsveit Pálma Stefánssonar, Danshljomsveit Friðjóns og Trap.

Það sem stendur upp úr er hvað allir voru ánægðir með þetta framtak og er búið að ákveða að endurtaka leikinn á næsta ari,

Það var ánægjulegt að sjá hvað mikið af fólki kom til þess að dansa og á næsta ári mun verða boðið upp á dansnamskeið í tengslum við hátíðina.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu og aðstoð við að gera þetta að veruleika og einnig vil ég þakka verkefninu Brothættar byggðir sem styrktu þetta verkefni um 200.000 kr, Andey ehf fyrir aukaferð, Verbúðin 66, Hríseyjarbúðin, Íþróttamiðstöðin og Einar Örn Gíslason, Kristinn Frímann Árnason, Rúnar Þór ,Friðjón ,Siggi Alberts og allir í hljómsveitunum.

 

Ingimar Ragnarsson, skipuleggjandi danshátíðarinnar