Eftir Hinsegin daga í Hrísey

Gleðiganga
Gleðiganga

Okkur er efst í huga í þakklæti ! Hvílík helgi og hvílíkar viðtökur. Fengum þessa hugmynd í fyrrasumar þegar Reykjavík Pride var, við erum öll í þannig vinnu að það er ómögulegt fyrir okur að taka þátt þar og þá kom það, höldum bara Hinsegin daga í Hrísey. Við erum svo lánsöm að eiga hinsegin börn og fundum bara þegar á leið þörfina fyrir að opna eyjuna okkar fyrir þessari hugmynd. Við funduðum með Samtökunum 78 og Hinsegin Reykjavík og tóku meira að segja fund með hinum Hisegin hátíðunum á landinu, fundum strax hvað allir voru opnir og ánægðir með þessa hugmynd og nú var ekki aftur snúið. Við fengum styrki frá Norðurorku, Menningsjóði Akureyrarbæjar, Hinsegin Reykjavík og Menju, auk þess styrkti Andey ehf okkur um fargjöld fyrir þátttakendur.

Takk allir í Hrísey fyrir að taka svona vel í þetta og taka svona fallega á móti öllum gestunum með fánum og skreytingum með okkur þessa stórkostlegu helgi. Takk Hinsegin Reykjavík, Leikhópurinn stertabenda/perplex Samtökin 78, Siggi Gunnars, Daníel, Starína, Ukulellur, Lady Zaduke, Hinsegin kaupfélagið, Múkisbingó Fanneyjar, Ásrún Ýr, Ungmennafélagið Narfi, Svana og Gunni, Syðstibær Guesthouse, traktors eigendur, Einar Örn og Anna, Gestur, Valli sport, Vilborg, Hríseyjarbúðin, Hrísiðn, Verbúðin 66 og allir hinir.

Stefnum á að halda Hinsegin daga aftur á næsta ári.

Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Linda María Ásgeirsdóttir