Frá Hríseyjarskóla

Á næsta ári eru 110 ár síðan formlegt skólastarf hófst í Hrísey. Við í Hríseyjarskóla hyggjumst fagna þessu m.a. með glæsilegri árshátíð á sumardaginn fyrsta þann 21. apríl. Við höfum áhuga á að kanna vilja fyrrverandi nemenda til að fagna með okkur. Hvað viljið þið gera í tilefni afmælisins? Er þetta rétti tíminn til að fagna með fyrrum skólafélögum?