Gamli skóli

Listamennirnir sem dvalið hafa í Gamla skóla í Hrísey frá maíbyrjun bjóða ykkur að vera við sýningu sunnudaginn 29. maí í Gamla skóla frá kl. 16.00. Á sýningunni verða alls kyns verk  þar á meðal skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar.

Sýningin verður öllum opin. Endilega látið alla áhugasama vita og bjóðið þeim með!

Vonumst til að sjá ykkur í Hrísey!

Louisa , Nick og Tom .