Góð þátttaka í sundátaki Ungmennafélagsins

Sundátaki UMF Narfa sem hófst 14. september lauk í vikunni. Þáttakendur áttu að synda hið minnsta 200 metra í hvert sinn í fullorðinsflokki en 50 metra í barnaflokki. Alls syntu rúmlega 30 þátttakendur um 43 kílómetra, sem er lengra en sjóleiðin frá Hrísey til Akureyrar. Veglegir vinningar voru í boði og voru eftirtaldir aðilar dregnir úr pottinum:

Í fullorðinsflokki vann Eygló Ingimarsdóttir helgargistingu fyrir 8 manns í Wave Guesthouse,
Gunnhildur Sigurjónsdóttir vann gjafabréf í Hríseyjarbúðinni en Gunna synti jafnframt mest allra þáttakenda.
Hanna Hauksdóttir vann gjafabréf í Verbúðinni 66
Kristín Björk Ingólfsdóttir vann gjafabréf í Dalakofanum á Laugum.

Í barnaflokki voru vinningshafar
Tara Naomí Hermannsdóttir sem vann gjafabréf í Hríseyjarbúðinni en hún synti mest af þátttakendum í barnaflokki.
Brynjar Orri Atlason vann einnig gjafabréf í Hríseyjarbúðinni
Brynjólfur Bogason vann gjafabréf í Ísbúð Akureyrar

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum fyrir þáttökuna. Þökkum einnig þeim fyrirtækjum sem styrktu átakið og sérstakar þakkir fá Heimir og Bára í sundlauginni fyrir að hafa umsjón og eftirlit með skráningum.

Stjórn UMF Narfa