Grautardagur í Hlein

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að laugardaginn 5. nóvember ætlar stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar að elda fyrsta graut vetrarins. Verðum í Hlein í hádeginu með rjúkandi graut og slátur.
Allir velkomnir.