Guðsþjónusta

Kæru Hríseyingar - Næstkomandi sunnudag verður guðsþjónusta kl. 14.00 sem sr. Oddur Bjarni sér um. Stúlknakór Akureyrar kemur og syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur og einnig danskur stúlknakór, „Kristkirkens ungdomskor“ með stjórnanda sínum ; Mirjam Lumholdt. Vöfflukaffi verður í boði að lokinni athöfn, svo allt stefnir í dáindisgóðan sunnudag !  Semsagt: Mikill söngur og herlegheit – og svo næring á eftir?
Hvað viljum við hafa það dásamlegra!
Sjáumst á sunnudaginn !