Hafnarsamlag Norðurlands auglýsir

Hafnarsamlag Norðurlands bs. (Akureyrarhöfn) óskar eftir að ráða hafnarvörð til starfa í tímavinnu á starfstöð Hafnasamlagsins í Hrísey.  Undir Hafnarsamlag Norðurlands bs. falla Akureyrarhöfn, Grenivíkurhöfn, Svalbarðsstrandarhöfn, Hjalteyrarhöfn, Hríseyjarhöfn og Grímseyjarhöfn.

Helstu verkefni eru:

  • Vigtun sjávarafla og skrá í aflaskráningakerfi Fiskistofu.
  • Almennt viðhald á eignum hafnarinnar.
  • Starf hafnarvarðar við móttöku og brottför skipa.
  • Almenn þjónusta við viðskiptavini hafnarinnar.
  • Almenn og sérhæfð störf á starfssviði hafnarinnar sem til falla.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Réttindi vigtarmanns er kostur
  • Góð tölvukunnátta æskileg.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og VM.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00 virka daga.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Pétur ‚Ólafsson, hafnarstjóri í síma 460-4202, netfang:petur@port.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2017.