Hefur þú áhuga á að taka þátt í listasýningu ?

Mari Mathlin er finnskur listamaður sem dvelur í Gamla skóla í september. Hún kom til Íslands fyrst árið 2004 og var skiptinemi í Myndlistarskólanum á Akureyri síðan kom hún aftur til landsins 2010 og dvaldi á Skagaströnd í listamiðstöð. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 2011 og talar í dag ágæta íslensku. Mari langar að setja upp sýningu í samstarfi við íbúa Hríseyjar. Hún var með sýningu á eyju sem er á milli Svíþjóðar og Finnlands og heitir Hailuoto https://en.wikipedia.org/wiki/Hailuoto  þar sem hún fékk íbúa til að koma og taka þátt með sér. Spurningar sem hún er að leita af svörum við eru t.d. Hvernig er að búa í Hrísey ? Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman ? Hvað er mikilvægast að þínu mati í Hrísey ?

Hugmyndin er sú að íbúar komi með hluti frá heimilim sínum á sýninguna s.s. myndir, málverk eða aðra muni.

Mari ætlar að kynna verkefnið á laugardaginn 17. september kl. 17.00 á Verbúðinni 66.

Endilega komið og heyrið hvað hún hefur að segja og takið þátt í skemmtilegu verkefni.

Allir hjartanlega velkomnir :-)