Hinsegin dagar Hrísey 28. - 29. júlí

Ný styttist í Hinsegin daga í Hrísey og langar okkur að athuga hér hvort einhver sé með laust húsnæði til útleigu? Það stefnir í góða mætingu og fáum við margar fyrirspurnir um gistingu.

Einnig verðum við með hópakstur traktora og viljum biðja alla sem eiga traktor að taka þátt í því með okkur og helst skreyta vélarnar vel til að ná góðum gleðiakstri. Eins og flestir vita er það gleðin sem ræður ríkjum á hinsegin hátíðum og viljum við endilega fá alla til að fagna fjölbreytileikanum með okkur og sýna fram á að við búum í fordómalausu samfélagi.

Leiksýningin Góðan daginn, faggi verður á dagskránni á föstudeginum 28. júlí en hún hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikshúskjallaranum og túrað um allt land síðustu tvö árin og eru uppseldar sýningar orðnar fleiri en 120 talsins. Sæborg í Hrísey er síðasti áfangastaður sýningarinnar Íslandi áður en hópurinn heldur í sýningaferðalag til Skotlands. Á laugardeginum verður dagskrá á útisviðinu eftir gleðiaksturinn og þar koma fram m.a. Starína, Ukulellur og fleiri.

Frekari upplýsingar

Ingimar Ragnarsson
Kristín Björk Ingólfsdóttir.
Linda María Ásgeirsdóttir