Hrísey Hemp nýtt sprotafyrirtæki í Hrísey

Hrisey Hemp
Hrisey Hemp
Ég kynni til leiks nýtt sprotafyrirtæki í Hrísey.
Ég er kominn með aðstöðu í Hvammi hjá Þresti með tilraunaræktun fyrir Íslenska framleiðslu. Hrísey Hemp mun einblína á að rækta hágæða iðnaðarhamp til nota í til að byrja með húð- og snyrtivörur. Við erum að vinna að samstarfi með aðilum á norðurlandi sem verður tilkynnt síðar á fréttasíðu Hrísey Hemp www.hriseyhemp.is
Ég mun fljótlega halda opið hús fyrir fólk sem er forvitið um hampinn og notagildi hans.
Hrísey Hemp mun einnig flytja inn vörur úr hampi til sölu hér á landi frá lífrænum ræktanda í Litháen, https://cannamama.eu/. Vefverslunin fer í loftið von bráðar.
Ég hlakka til að fá að sýna ykkur það sem ég mun bjóða upp á og veit ég að það mun leiða fólk til betri heilsu og vellíðan ❤
Kveðja
Ólafur Búi Ólafsson
Hrísey Hemp og team