Hrísey með okkar augum – Taktu þátt í sýningu

Þann 24. september verður opnuð sýning í Sæborg í Hrísey. Öllum íbúum ásamt sumarhúsa eigendum og gestum er boðið að vera með í hlutverki listamanns í þessari sýningu.

Að taka þátt í sýningunni er valfrjálst og opið öllum.

Hvernig er að búa í Hrísey? 

Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman? 

Hvað er mikilvægast að þinu mati í Hrísey? 

Hugmyndin er sú að þáttakendur komi með hluti frá heimilum sínum s.s. texta, muni, ljósmyndir, málverk eða hvað sem þeim þykir gefa svar við þessum spurningum eða vera lýsandi fyrir Hrísey á einhvern annan hátt.

Annað viðhorf til Hríseyjar kæmi fram í myndum frá gestum og ferðamönnum. Hvernig þau horfa á og hugsa um eyjuna.

Við tökum á móti verkum íbúa fimmtudaginn 22.september milli kl. 14.00 og 19.00 í Sæborg. Uppsetning sýningar verður föstudaginn 23. september kl.09.00 og eru allir velkomnir að taka þátt í henni.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 24. september kl. 16.00 allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Opið verður alla daga til 29. september frá kl. 16.00 - 18.00

Láttu sjá þig og endilega vertu með.  

Hefur þú spurningar?  Viltu vita meira?

Endilega hringdu eða sendu línu.

Mari Mathlin

mari.mathlin@gmail.com  s: 848-4327