LAUMULISTASAMSTEYPAN KYNNIR: AUGLJÓST ÚTVARP 16. ÁGÚST!

Í ár er Laumulistasamsteypan orðin að útvarpstöð og enginn veit hvað verður á dagsskrá! Tólf tón- og myndlistarmenn munu leggja saman lendar sínar og miðla mögulega hljóðverkum, óhljóðum, búkhljóðum, töluðu máli, morgunstundum og bollaleggingum. Samsteypan mun hljóðvarpa í Hrísey, dagana 10.-16. ágúst, á tíðninni 105,9, en einnig verður hægt að hlusta á Laumulistasamsteypuna á heimasíðu okkar í formi hlaðvarps.
Sjá nánar