Íbúafundur í Hrísey

Á fundinum verða kynnt drög að stefnumótun fyrir verkefnið brothættar byggðir í Hrísey.  Sú stefnumótun er unnin á grunni niðurstaðna málþings um framtíð Hríseyjar sem haldið var árið 2013. Á fundinum gefst íbúum kostur á að segja álit sitt á stefnumótuninni og einnig verða hópumræður þar sem þátttakendur ákveða umræðuefnin og forgangsraða málefnum.  

Góð þátttaka íbúa er lykilatriði varðandi árangur verkefnisins.

Hlökkum til að sjá ykkur!