Karrinn 2019

Karrinn 2019Nú er Karrinn kominn inn á heimasíðuna okkar og að venju er aðventudagatalið í honum ásamt fréttum úr samfélaginu. Í dag verður kveikt á jólatrénu á hátíðarsvæðinu og boðið upp á kaffi, kakó og smákökur í Hríseyjarbúðinni á eftir, síðan rekur hver viðburðurinn annan fram að áramótum. Það er von okkar að þið verðið dugleg að njóta viðburða hér í Hrísey. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Hríseyjarbúðinni.
Góðar stundir
Stjórn Ferðamálafélagsins.