Kynningarmyndband um Hríseyjarskóla

Undanfarin ár hefur Hríseyjarskóli unnið að því að breyta kennsluháttum skólans með það að leiðarljósi að efla ábyrgð nemenda á sínu námi og undirbúa þau fyrir frekara nám og störf í framtíðinni. Nú hefur Leiðtogar í eigin námi fest sig í sessi og er orðinn eðlilegur hluti af skólastarfinu og því var ákveðið að búa til kynningarmyndband sem sýnir hvernig starfið er innan skólans.

Myndbandið unnu nemendur og starfsfólk í sameiningu.

 

Frétt af hriseyjarskoli.is