Nýtt deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis í Hrísey.

Þá er tillaga að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis í Hrísey komin í auglýsingu. Endilega kynnið ykkur tillöguna vel enda mikilvægt svæði um að ræða.

Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurvegi og Austurvegi til norðausturs, af lóðarmörkum Austurvegar 6 og Austurvegar 8 til austurs, af strandlengjunni og höfninni til suðurs og vesturs og af lóðarmörkum Norðurvegar 28 til norðvesturs. Í tillögunni er gerð grein fyrir lóðamörkum, byggingareitum og samgöngumálum. Gert er m.a. ráð fyrir uppbyggingu verslunar og þjónustu á miðsvæði.

Við gildistöku fellur eldra skipulag hafnarsvæðisins frá 1996 úr gildi.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í versluninni í Hrísey og þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 22. febrúar til 5. apríl 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan:

Greinargerð - tillaga

Uppdráttur - tillaga

Skýringaruppdráttur - tillaga

Húsakönnun

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. apríl 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

 22. febrúar 2017. 
Sviðsstjóri skipulagssviðs