Opið hús í Öldu - Wave Guesthouse

Fimmtudaginn 19. desember næstkomandi verður opið hús í Öldu frá kl. 17:00 - 19:00. Hægt verður að skoðað húsið/gistiheimilð og þá aðstöðu sem við bjóðum gestum okkar upp á. Núna standa yfir framkvæmdir við annað baðherbergi á efri hæðinni og mun það auka mikið á þægindi gesta.

Allir velkomnir í skoðun og spjall, heitt á könnunni og piparkökur.