Sumarstörf við Íþróttamiðstöðina í Hrísey

Íþróttamiðstöðin í Hrísey óskar eftir starfsfólki í 60 – 100% starf til sumarafleysinga. Unnið er á dag- og helgarvöktum.

Helstu verkefni eru:

  • Öryggisgæsla.
  • Þjónusta við gesti staðarins.
  • Gæsla og þjónusta í búningsklefum.
  • Þrif á húsnæði og útisvæði
  • Vinna í þvottahúsi sundlaugarinnar
  • Afgreiðsla.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um ríka þjónustulund ásamt því að eiga auðvelt með að umgangast börn sem fullorðna.
  • Góður samstarfsvilji.
  • Kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum.
  • Reglusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Kostur er að umsækjandi hafi áður unnið við sundlaug.
  • Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Sjá nánar