Þjónustufulltrúi Hrísey

Upplýsinga- og þjónustudeild óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf.

Starfshlutfall er 50% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Upplýsinga- og þjónustudeild er ein þriggja deilda stjórnsýslusviðs. Starfsfólk deildarinnar sinnir margvíslegri þjónustu s.s. við bæjarstjóra, kjörna fulltrúa, bæjarráð, bæjarstjórn og nefndir, starfsmenn bæjarins og íbúa Akureyrarbæjar. Undir deildina heyra alþjóðastofa, skjalasafn, vefstjórn heimasíðu Akureyrarbæjar, rafræn stjórnsýsla, þjónustuver, skrifstofa Akureyrarbæjar í Hrísey, rekstur, húsvarsla og mötuneyti stjórnsýsluhúsanna í Ráðhúsinu og Glerárgötu 26 og samskipti við hverfisnefndir og hverfisráð.

Helstu verkefni eru:

  • Móttaka fólks og upplýsingagjöf er varðar starfsemi og þjónustu bæjarins.
  • Símsvörun og rafræn afgreiðsla erinda.
  • Umsýsla vegna leiguíbúða Akureyrarbæjar í Hrísey.
  • Frágangur skjala.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf.
  • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg.
  • Góð kunnátta í ensku nauðsyn.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Mikil samskiptafærni og þjónustulund.
  • Mikilvægt er að þekkja vel til staðhátta í Hrísey.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl.11:00 og 16:00 virka daga. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar, á netfangi: kristin@akureyri.is eða í síma 460-1022 á milli kl. 08:00 og 16:00 virka daga.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2019