Þorrablót 2019

Kæru Hríseyingar búandi sem brottfluttir, sumarhúsaeigendur og aðrir Hríseyjarvinir.
Nú nálgast Þorrinn óðfluga og ekki seinna vænna en að taka frá daginn 9. febrúar nk.
Þorrablótsnefnd er komin á fullt að undirbúa þennan stærsta viðburð okkar eyjaskeggja
og þarf ekki að spyrja af því um að þú mætir á þennan viðburð.
Blótið mun hefjast stundvíslega kl 20:00 laugardaginn 9. feb.
Matur og veitingar munu koma frá Verbúðinni 66 og Hríseyjabúðinni ( verslum í heimabyggð )
Svo mun hin stórvinsæla hljómsveit Hamrabandið leika fyrir dansi fram á rauða nótt.
Miðaverð :
Matur + ball = 8.000 þús.kr.
Matur = 6.500 þús.kr.
Ball = 3.000 þús.kr.
Upplýsingar og miðapantanir auglýst síðar.

Sjáumst hress
Þorrablótsnefnd 2019