Verbúðin 66 - breyttur opnunartími frá og með 8. ágúst.

Á Verbúðinni 66 tökum við Covid - 19 alvarlega og förum eftir þeim reglum sem settar eru en nú er svo komið að okkur finnst við ekki nógu örugg í vinnunni því við höfum ekki fengið nægan tíma til að sótthreinsa og þrífa á milli gesta. Við ætlum að breyta fyrirkomulaginu hjá okkur frá og með laugardeginum 8. ágúst þá verðum opið frá kl. 14.00 - 20.00 alla daga og eingöngu afgreiddar borðapantanir. Vinsamlega virðið þessa ákvörðum okkar og endilega hringið í síma 467-1166 eða sendið okkur línu á verbudin66@simnet.is. Munið líka að hægt er að panta mat og sækja.