Viðhald gatna og efnisvinnsla í Hrísey

Akureyrarbær undirbýr lagfæringar á götum í Hrísey og stendur til að vinna efni í gatnagerð úr klapparnámu við Austurveg. Fyrirhugaðar eru sprengingar í námunni á um mánaðartímabili frá og með 18. febrúar. Gera má ráð fyrir 1-2 sprengingum á dag á þessi tímabili. 
Fyllstu varúðar verður gætt við sprengingarnar og ekkert sprengiefni verður geymt á námusvæðinu eftir að vinnudegi lýkur.
Viðvörum vegna sprenginga:
Fyrir hverja sprenginu verður gefið slitið hljóðmerki í 20 sekúndur
þá er 1 mínútu þögn
sprengt og hljóðmerki gefið samfellt í 20 sekúndur um að hætta sé liðin hjá.

Tirtingsmæli verður komið fyrir á húsi í nágrenninu.
Beðist er velvirðingar á því ónæði sem kann að verða á framkvæmdatímanum. Ef íbúar vilja koma á framfæri athugasemdum eða fyrirspurnum er þeim bent á að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Þór Konráðsson Skútabergi s. 892-4336
Friðriku Marteinsdóttur EFLU s. 665-6081