Umsókn um styrk í sjóð byggðaverkefnisins Hrísey Perla Eyjafjarðar

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir úthlutun styrkfjár ársins 2019 eða kr. 8.100.000 að meðtöldum fjármunum sem ekki voru nýttir af styrkjum fyrri ára.

Hér er sniðmát fyrir styrkumsóknir

Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.

Stefnumótun og helstu markmið verkefnisins má sjá á www.hrisey.is og þar er einnig að finna eyðublað fyrir styrkumsóknir. Allar upplýsingar og umsóknareyðublað má líka nálgast hjá verkefnisstjóra.

 Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda. Enn fremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan héraðs og/eða til samstarfs við aðila utan héraðs. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Við vekjum sérstaka athygli á því að búið er að rýmka úthlutunarreglur Brothættra byggða þannig að nú er einnig heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði.

Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið helga@afe.is til og með miðvikudeginum 1. maí 2019. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnisstjóri í s. 690-2333 eða á netfanginu helga@afe.is