Fréttir

Hríseyjarhátíð 2022

Hátíðin verður haldin helgina 7. - 10. júlí og eru viðburðir á dagskrá frá fimmtudeginum fram á sunnudagskvöld. "Fastir liðir eins og venjulega" eru á sínum stað Garðakaffið og óvissuferðir á föstudeginum, Hátíðarsvæðið á laugardeginum með kaffisölu kvenfélagsins, leiktæki fyrir börnin, skemmtun á sviðinu og ratleikur um kvöldið verður kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn.
Lesa meira

Veitingahúsið BREKKA opnar formlega 10. júní

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við umsjón og rekstri Brekku veitingahúss. Foropnun var um Hvítasunnuhelgina og voru móttökurnar í einu orði sagt frábærar og eru eigendur mjög þakklát fyrir það hlýja viðmót sem þau hafa mætt á þessari yndislegu og einstöku eyju.
Lesa meira

Leiðarvísar fyrir gesti í Hrísey og Grímsey

Eftir góðar viðtökur á Svalbarða og Grænlandi, hafa sjö bæjarfélög á Íslandi þar með talið Grímsey og Hrísey, þróað staðbundna leiðarvísa til þess að taka á móti gestum.
Lesa meira

Sjómannadagurinn 2022

Lesa meira

Myndlistarsýning Unnar Sæmundsdóttur á Verbúðinni 66

Unnur Sæmundsdóttir opnar myndlistarsýningu á Verbúðinni 66 kl. 16.00 sunnudaginn 5. júní.
Lesa meira

Árshátíð Hríseyjarskóla 21. maí kl. 14.00

Árshátíð Hríseyjarskóla 21. maí kl. 14.00
Lesa meira

Hreinsunardagur í Hrísey 10. maí kl. 16.30

Árlegur hreinsunardagur í Hrísey verður þriðjudaginn 10. maí kl. 16:30. Mæting við Hríseyjarbúðina, grill að hreinsun lokinni. Mætum sem flest og hreinsum eyjuna okkar fyrir sumarið.
Lesa meira

Aðalsteinn Bergdal hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022

Á sumardaginn fyrsta er haldin svonefnd Vorkoma á vegum Akureyrarbæjar, þar eru veittar ýmsar viðurkenningar og í ár hlaut Aðalsteinn Bergdal heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022 fyrir fjölbreytt og mikilsvert framlag til menningarlífs á Akureyri. En Aðalsteinn hefur búið í Hrísey síðan í lok ársins 1999 og hefur að eigin sögn hvergi unað hag sínum betur því hér er raunverulegt líf.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn í dag, opið kl. 14.00 -17.00 í húsi Hákarla Jörundar.

Eyfirski safnadagurinn í dag, opið kl. 14.00 -17.00 í húsi Hákarla Jörundar. Frítt á söfnin.
Lesa meira

Ferjan fer í slipp mánudaginn 25.apríl.

Mánudaginn 25.apríl n.k mun ferjan fara í slipp. Konsúll mun leysa af á meðan. Þar sem ekki verður hægt að hífa bendum við á Sæfara varðandi þungaflutninga. Andey ehf
Lesa meira