Nýtt kaffihús opnar í Hrísey

Birgir Snorrason bakari og Kristín Petra Guðmundsdóttir opnuðu í dag nýtt kaffihús í Brynjólfshúsi í Hrísey. Brynjólfshús stendur við Austurveg, nokkru austar en Íþróttamiðstöðin.

Opnunartíminn getur verið aðeins sveigjanlegur en í sumar verður að jafnaði verður opið frá morgni til kvölds, eða á meðan skiltið stendur fyrir utan.

Í Brynjólfshúsi er boðið upp á kaffi, kökur/bakkelsi, brauð, bjór og léttvín. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.

Hægt er að sitja inni eða úti á palli og njóta útsýnisins inn fjörðinn.

Nánari upplýsingar um Brynjólfshús veitir Birgir í síma 864 5901.