Hrísey er einstök í sinni röð, sannkölluð perla Eyjafjarðar. Þar er mannlífið blómlegt, útsýni stórfenglegt um allan fjörðinn og fuglalíf fjölskrúðugt.
Hundagerði hefur verið girt af ofan við Áhaldahúsið. Svæðið er rúmlega 3000 fermetrar að stærð. Lausaganga hunda er með öllu bönnuð í Hrísey en nú gefst hundaeigendum tækifæri til að leyfa hundum að hlaupa lausum innan hundagerðisins.
Þorrablótið verður laugardaginn 8. febrúar og er undirbúningur hafinn, þannig að gera má ráð fyrir miklu stuði. Hljómsveitin Súlur er líka klár. Nú má fara að plana frábæra helgi í Hrísey í febrúar og hægt að hlakka til í marga mánuði.
Nefndin.