Hrísey er einstök í sinni röð, sannkölluð perla Eyjafjarðar. Þar er mannlífið blómlegt, útsýni stórfenglegt um allan fjörðinn og fuglalíf fjölskrúðugt.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna Alþingskosninga þann 30. nóvember 2024 er hafin. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfunda í Hrísey á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hlein, klukkan 10:00 - 12:00. Opið er á eftirfarandi dögum: •...
Hin geysivinsæla skötuveisla verður á sínum stað á þorláksmessu.
Í boði verður skata, plokkfiskur, saltfiskur og jafnvel hákarl. Verð kr. 4.950
Í fyrra var uppselt.
Þorrablótið verður laugardaginn 8. febrúar og er undirbúningur hafinn, þannig að gera má ráð fyrir miklu stuði. Hljómsveitin Súlur er líka klár. Nú má fara að plana frábæra helgi í Hrísey í febrúar og hægt að hlakka til í marga mánuði.
Nefndin.