Fréttir

Íþróttamiðstöðin föstudaginn 8. desember

Opið frá kl. 14:00 - 16:00
Lesa meira

Bréf frá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Ágæti Hríseyingur Tilgangur þessa bréfs er að kynna umhverfisátak sem Akureyrarbær ákvað að hefja í Hrísey nú í maí mánuði 2017. Það eru umhverfis- og mannvirkjaráð, Umhverfismiðstöð ásamt Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra sem standa saman að átakinu. Markmið átaksins er að fá lóðaeigendur og fyrirtækjaeigendur til að hugsa vel um umhverfið og farga þeim hlutum sem verða ekki notaðir aftur og að koma öðrum snyrtilega fyrir.
Lesa meira

Byggðaþróunarverkefnið Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir eftir styrkumsóknum

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir úthlutun styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2017, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins. Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda, í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir.
Lesa meira

Hrísiðn óskar eftir starfsfólki í sumar.

Vantar þig vinnu í sumar ? Óskum eftir fólki í hvannartínslu í Hrísey frá 19. júní til 4. ágúst. Vinsamlegast hafið samband Lindu Maríu á netfangið lindamar@internet.is
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti í Hrísey

Eyfirski safnadagurinn er á morgun sumardaginn fyrsta. Opið í húsi Hákarla Jörundar kl. 13:00 - 17:00 - Enginn aðgangseyrir. Íþróttamiðstöðin er opin kl. 13:00 - 16:00. Hríseyjarbúðin er opin kl. 13:00 - 16:00. Verbúðin 66 er opin kl. 14:00 - 17:00 þar verða nýbakaðar sumar pönnukökur.
Lesa meira

Páskar á Verbúðinni 66.

Páskadagskráin er komin.
Lesa meira

Sumarstarf - Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Íþróttamiðstöðin í Hrísey óskar eftir sumarstarfsfólki. Um er að ræða 70-90% starf
Lesa meira

Nýtt deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis í Hrísey.

Þá er tillaga að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis í Hrísey komin í auglýsingu. Endilega kynnið ykkur tillöguna vel enda mikilvægt svæði um að ræða
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru í húsi Hákarla Jörundar miðvikudaginn 1. febrúar kl. 10:00 - 11:00 í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofur og panta viðtalstíma á netfanginu menning@eything.is.
Lesa meira

Þorrablót Hríseyinga 2017

Okkar árlega þorrablót verður haldið laugardaginn 11. feb. í Íþróttamiðstöðinni. Blótið hefst stundvíslega kl. 20:oo húsið opnar kl. 19:30 Dansleikur verður að loknu borðhaldi með hljómsveitinni Hafrót.
Lesa meira