Fréttir

Verbúðin 66

Lokað verður helgina 9. - 11. september á Verbúðinni 66. Annars opið allar helgar á föstudögum frá kl. 18.00 og laugardögum frá kl. 16.00. Eldhúsið opið til 20.30.
Lesa meira

Frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir HEITT vatn í Hrísey mánudaginn 29. ágúst frá kl. 10.00 og fram eftir degi. Góð ráð vegna hitaveiturofs má finna á heimasíðu okkar www.no.is
Lesa meira

Breyttur opnunartími í Hríseyjarbúðinni.

Frá og með 15. ágúst breytist opnunartími í Hríseyjarbúðinni
Lesa meira

LAUMULISTASAMSTEYPAN KYNNIR: AUGLJÓST ÚTVARP 16. ÁGÚST!

LAUMULISTASAMSTEYPAN er breytilegur hópur sem kemur saman árlega í Hrísey og vinnur að uppákomu. Undanfarin tvö ár hefur samsteypan staðið annars vegar fyrir blautri sýningu í fiskvinnsluhúsi og hins vegar göngu- og gjörningaleiðangri um eyjuna með tónleikum, njósnörum og hvísli.
Lesa meira

Wave Guesthouse opnar gistingu í Öldu

Hjónin Teitur Björgvinsson og Theodóra Kristjánsdóttir hafa opnað gistingu í Öldu, gamla prestbústaðnum að Austurvegi 9 í Hrísey. Boðið er upp á gistingu í 4 tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum.
Lesa meira

Nýtt kaffihús opnar í Hrísey

Birgir Snorrason bakari og Kristín Petra Guðmundsdóttir opnuðu í dag nýtt kaffihús í Brynjólfshúsi í Hrísey. Brynjólfshús stendur við Austurveg, nokkru austar en Íþróttamiðstöðin.
Lesa meira

Hríseyjarhátíð 2016

Senn líður að Hríseyjarhátíð, dagskráin er orðin klár og kemur í loftið von bráðar. Meðal þeirra sem fram koma eru Eyþór Ingi, Hermann Arason, The Bad Hyms frá Kanada og ýmsir fleiri. Hátíðin hefst með kaffi í görðum á föstudeginum og langar okkur til að biðja húseigendur að gera nú þorpið okkar skemmtilega skrautlegt með fánum, seríum, blöðrum og öðru skemmtilegu skrauti. Óvissuferðirnar verða á sínum stað á föstudeginum líka.
Lesa meira

Myndlistarsýning í Gamla Skóla

Sunnudaginn 26. júní 13.00 - 19.00 Gamli Skóli/ Old School Art-house, Skólavegur, 630 Hrísey Sýning þriggja alþjóðlegra listamanna sem hafa dvalið í Gamla skóla í júnímánuði. Lissie Cowley, listamaður - England // Phil Garrett, kvikmyndagerðarmaður- Ohio, USA // Lucy Jane Wheeler, listamaður - Shetland Allir velkomnir.
Lesa meira

Sundlaugin í Hrísey auglýsir.

Athugið Lokað verður í sundlauginni á morgun, þriðjudaginn 14. júní á meðan viðgerðir standa yfir á heita vatninu ! Kveðjur, sundlaugarverðir
Lesa meira

Tilkynning frá Norðurorku

Vegna vinnu við dælustöð, verður lokað fyrir HEITA vatnið í Hrísey á morgun, þriðjudag 14. júní ´16 frá kl. 10:00 og fram eftir degi.
Lesa meira