Fréttir

Íþróttamiðstöðin í Hrísey - breyttur opnunartími

Athugið að frá og með 22. ágúst breytist opnun Íþróttamiðstöðvar. Opið: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga frá kl 15:00 til 19:00 Föstudaga frá kl 15:00 til 18:00 Laugardaga og sunnudaga frá kl 13:00 til 16:00 LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM
Lesa meira

Eyjakaffi - Brynjólfshús

Síðasti opnunar dagur sumarsins verður sunnudagurinn 13 ágúst. Við þökkum fyrir frábærar móttökur og jákvæðni frá öllum viðskiptavinum í sumar. Birgir og Kristín.
Lesa meira

Fiskidagsferð Hríseyjarferjunnar.

Fyrirhugað er að ferjan fari til Dalvíkur á laugardagskvöld fyrir tónleikana og til baka að þeim loknum. Brottför frá Hrísey kl 19:50 og til baka frá Dalvík kl 00:30. Verð 3.000. kr á mann báðar leiðir. Skráning um borð í ferjunni í síma 695 5544.
Lesa meira

Laumulistasamsteypan er mætt til Hríseyjar

Laumulistasamsteypan er fjölbreytilegur hópur ungra listamanna sem kemur árlega saman og vinnur að skapandi verkefni í Hrísey, Eyjarfirði. Samsteypan hefur undanfarin þrjú ár haldið blauta myndlistarsýningu í fiskvinnsluhúsi, gjörninga-leiðangur um eyjuna með tónlist, njósnum og hljóðverkum og í fyrra stóð samsteypan fyrir skammtíma útvarpsstöð og hlaðvarpi sem gerði út frá Hrísey. Verkefnið stendur yfir 10.-20. ágúst.
Lesa meira

Towards My Dreams - tónleikar Völu Yates í Hríseyjarkirkju

Vala Yates heldur tónleika í Hríseyjarkirkju laugardaginn 22. júlí kl. 20:00. Miðaverð kr. 2.000. Dimitrios Theodoropoulos spilar með Völu á gítar.
Lesa meira

Hríseyjarhátíðin 2017 haldin 7. - 9. júlí.

Hríseyjarhátíðin hefst föstudaginn 7. júlí með því að nokkrir Hríseyingar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa heim í görðunum sínum. Upplagt er að rölta á milli garðanna og njóta gestrisni og samvista við skemmtilegt fólk í fallegu umhverfi. Einnig verða óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Lesa meira

Fjölnotapokar fyrir Hríseyjarbúðina

“Verum dugleg að versla í litlu búðinni okkar. Það eru mikil lífsgæði að hafa þessa búð í eyjunni, en tilvist hennar er undir okkur viðskiptavinunum komin. Þessa dagana eru allir að reyna að minnka plastnotkun. Frá og með sjómannadeginum getið þið fengið svona fjölnotapoka lánaðan í búðinni ef þið gleymið ykkar poka heima”
Lesa meira

Sjómannadagur 11. júní 2017.

Dagskrá Sjómannadagsins sunnudaginn 11. júní 2017. Kl 10 Sigling. Kl 11.15 Messa. Kl 13 Víðavangshlaup. Mæting við Hríseyjarbúðina. Í beinu framhaldi af hlaupinu verða leikir og sprell á hátíðarsvæði og við smábátabryggju. Reiptog, pokahlaup,skófluhlaup, vatnsblöðrukast, róðrarkeppni á kajökum, kappróður á gúmmíbátum fyrir börnin, sigling á björgunarsveitarbát o.fl. Kl 15. Kaffihlaðborð í Íþróttahúsinu í samstarfi við Verbúðina 66. Hluti af innkomu rennur til Björgunarsveitar Hríseyjar. Gengið verður í hús á föstudagskvöldinu 9. júní og seld sjómannadagsmerki. ATH. Vakin er athygli á því að dagskráin fer fram á Sjómannadaginn sunnudaginn 11. júní en ekki á laugardeginum eins og verið hefur undanfarin ár. Hvetjum alla til að mæta og ná upp góðri stemningu og hafa gaman saman :-)
Lesa meira

Verbúðin 66 Hrísey

Opnunartími í sumar: Sumaropnun frá 1. júní. Opið alla daga kl. 11:00 - 22:00. Grillið opið til 20:30
Lesa meira

Lokað 1. júní í Íþróttamiðstöðinni.

Íþróttamiðstöðin verður lokuð fimmtudaginn 1. júní vegna námskeiðs starfsfólks.
Lesa meira