Fréttir

Áform um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey

Kæru íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir velunnarar Hríseyjar Að undanförnu hefur hópur fólks í Hrísey rætt möguleika á rekstri verslunar í eynni. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og hvaða form gæti verið á slíkum rekstri.  Eftir nokkra skoðun eru nú uppi áform um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar.

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 17:00 í húsi Hákarla Jörundar. Rétt til fundarsetu með málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétti hafa skuldlausir félagar í FMH. Þá hafa gestir stjórnar FMH heimild til fundarsetu með málfrelsi. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár. 3. Kosningar í trúnaðarstöður. 4. Kosning skoðunarmanns reikninga. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál.Stjórnin.
Lesa meira

Tilkynning frá Íslandspósti

Íslandspóstur tilkynnir breytingu á póstþjónustu í Hrísey. Frá og með 1. apríl 2015 verður afgreiðsla póstsins i úthringiverinu í Hlein og afgreiðslutími verður frá kl. 11:00 - 14:00 alla virka daga. Síminn er 825-1429. Upplýsingar veitir þjónustuver í síma 580-1200.
Lesa meira

Flóamarkaður í Sæborg 4. apríl

Laugardaginn kl. 14:00 - 17:00 verður flóamarkaður í Sæborg. Opið í Gallerí Perlu kl. 15:00 - 17:00.
Lesa meira

Sumarstörf í Hrísey.

Hér má sjá sumarstörf hjá Akureyrarbæ
Lesa meira

Páskaáætlun Sævars

Sjá hér
Lesa meira

Páskaáætlun Sævars

Sjá hér
Lesa meira

Brekka um páskana.

Árlegur kökubasar kvenfélagsins verður fimmtudaginn 2. apríl, skírdag. Opið fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 – 20:00.  Á föstudaginn langa 3. apríl verður opið fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 – 20:00, laugardaginn 4 . apríl  verður opið frá kl 16:00, Pub Quiz kl. 21:00 (eldhúsið lokar kl. 20:00)  opið fram eftir kvöldi. Lokað á páskadag og annan í páskum.
Lesa meira

Opinn fundur um gerð ferðamálastefnu Akureyrar.

Sjá auglýsingu
Lesa meira

Málverkasýning Stephanie Clark í Hrísey.

  Síðustu vikurnar hefur bandaríski listamaðurinn Stephanie Clark búið og starfað í Gamla skóla Norðanbáls í Hrísey og heldur um helgina sýningu á afrakstri vinnu sinnar í Húsi Hákarla–Jörundar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 20. mars og stendur til mánudagsins 23. mars. Opið er frá kl. 17–21 alla dagana. Yfirskrift sýningarinnar er „Eitthvað kosmískt“ og segist Stephanie fyrst og fremst vera að velta fyrir sér sambandi umhverfis og skynjunar. Hún hefur sérstakan áhuga á þeirri margræðni sem er fólgin í því með hversu ólíkum hætti við upplifum landslagið og náttúruna. Hún málar lítil málverk sem endurspegla augnablik óhlutbundinnar skynjunnar en vísa um leið til hefðbundinnar byggingar landslagsmynda fyrri tíma. Málverkin lýsa því hvernig staðhættir og umhverfi hefur opnað sig fyrir Stelphanie meðan á dvöl hennar í Hrísey hefur staðið. Stephanie Clark fæddist í Alamogordo í Nýju Mexíkó árið 1988 en býr nú í Minneapolis. Hún hefur stundað listnám í Boston og við Háskólann í Norður–Dakota. Nánari upplýsingar um Stephanie og verk hennar er að finna á heimasíðunnihttp://stephaniemclark.squarespace.com/.
Lesa meira