Fréttir

Tilkynning um tímabundna breytingu á áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars.

Tilkynning um tímabundna breytingu á áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars. Vegna COVID 19 hefur verið ákveðið í samráði við Vegagerðina að breyta áætlun ferjunnar næstu vikurnar.
Lesa meira

Sundlaug og Íþróttamiðstöð verða lokuð frá og með 24. mars 2020 vegna samkomubanns.

Sundlaug og Íþróttamiðstöð verða lokuð frá og með 24. mars 2020 vegna samkomubanns.
Lesa meira

Tilkynning frá Andey ehf vegna COVID 19.

Í ljósi aðstæðna þessa daganna vegna COVID 19 viljum við áhöfn Hriseyjarferjunnar koma nokkrum atriðum á framfæri.
Lesa meira

Rekstur varaaflstöðvar í Hrísey tryggður

Í óveðrinu sem gekk yfir landið í desember reyndi á samstöðu Hríseyinga þegar ljóst var að rafmagnsleysi yrði langvarandi eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Galvaskir Hríseyingar gerðu það sem gera þurfti til að ræsa varaaflstöðina sem er í eyjunni, með Bjarna Thor í broddi fylkingar.
Lesa meira

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju

Þann 8. mars kl. 14.00 verður guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju. Kór Hríseyjarkirkju syngur undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. héraðsprestur.
Lesa meira

Þjónusta gámasvæðis óbreytt

Ákveðið hefur verið að breyta ekki rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey líkt og til stóð. Tilkynnt var á dögunum að frá og með 10. febrúar væri gámasvæðið eingöngu fyrir íbúa en ekki fyrirtæki eða atvinnurekstur, tekin yrðu upp klippikort og takmarkaður opnunartími. Við nánari skoðun og samtöl við heimamenn var ákveðið að gera ekki þessar breytingar að sinni og er gámasvæðið því opið eins og áður.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey

"Kötturinn" verður sleginn úr tunnunni við búðina klukkan 10.00. Nemendur Hríseyjaskóla eru hvattir til að taka þátt í fjáröflun fyrir nemendaráð og syngja í fyrirtækjum og húsum. Öskudagsballið verður haldið í Hríseyjarskóla klukkan 15:00 - 16.30, enginn aðgangseyrir.
Lesa meira

Hrísiðn ehf óskar eftir starfsmanni.

Starfsmaður óskast til að hafa yfirumsjón með hvannartínslu- og þurrkun í sumar. Tímabilið er ca 5-6 vikur frá miðjum júní til ágúst byrjunar.
Lesa meira

Hríseyjarskóli heilsueflandi grunnskóli

Helstu markmið heilsueflandi skóla eru að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Draumur í Hrísey styrkt af KEA, Norðurorku og Stefnu ehf

Ungmennafélagið Narfi ákvað á haustmánuðum að stofna félagsmiðstöð fyrir unglinga í Hrísey til að auka við afþreyingarmöguleika hríseyskra unglinga.
Lesa meira