Fréttir

Íþróttamiðstöð í Hrísey

Opið kl 14:00 - 20:00 miðvikudag 18. mars 14:00 - 20:00 fimmtudaginn 19. mars 14:00 - 18:00 föstudaginn 20. mars12:00 - 14:30 laugardaginn 21. mars
Lesa meira

Matjurtargarðar til leigu

Matjurtagarðar á vegum Akureyrarbæjar verða til leigu sumarið 2015. Um er að ræða 15 fermetra matjurtagarða og er leigan 9.000 kr. yfir sumarið. Innifalið í verðinu eru matjurtir, fræ og kartöfluútsæði. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars nk. Tekið við umsóknum í netfanginu lindamaria@akureyri.is , á skrifstofu Akureyrarbæjar og í síma 466 1762. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.
Lesa meira

Konukvöldi í Brekku aflýst

Vegna dræmrar þátttöku er konukvöldinu sem halda átti í Brekku laugardaginn 7. mars aflýst.
Lesa meira

Sumarstörf - Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Íþróttamiðstöðin í  Hrísey óskar eftir sumarstarfsfólki. Unnið er á vöktum. Hlutastarf kemur til greina. Helstu verkefni eru: Öryggisgæsla. Gæsla og þjónusta í búningsklefum. Afgreiðsla. Þrif á húsnæði og umhverfi s.s. búningsklefum karla og kvenna, sundlaug og pottum. Þrif og umsjón tjaldsvæðis. Sjá nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar 
Lesa meira

Áætlun Sævars breytist 1. mars

Athugið breytta áætlun frá 1. mars sjá hér
Lesa meira

Konukvöld á Brekku.

Laugardagskvöldið 7. mars næstkomandi verður konukvöld á Brekku. Gleðin hefst kl 20:00 og stendur fram eftir nóttu! Fordrykkur að hætti hússins. Matseðill: Kjúklingasalat með mangó og balsamiksósu, heimabakað brauð. Í eftirrétt er síðan heimabökuð súkkulaðikaka með rjóma. Dagskrá: Agnes Sigurðardóttir frá Kalda verður með bjórkynningu og segir okkur frá þessu frábæra fyrirtæki.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey.

Kötturinn verður sleginn úr tunnunni við búðina klukkan 11.00. Nemendur Hríseyjaskóla eru hvattir til að taka þátt í fjáröflun fyrir nemendaráð að syngja í fyrirtækjum. Öskudagsballið verður haldið í íþróttahúsinu klukka 15:30. Í þetta sinn verður enginn aðgangseyrir og því enginn nammipoki. Í boði verður skemmtun með dansi og þrautum fyrir alla til að fá útrás. Veitt verða verðlaun fyrir búninga. Kaffi á könnunni og djús.
Lesa meira

Íbúafundur 25. febrúar

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17.00 í Hlein Á fundinum verða ýmiss málefni Hríseyjar rædd. Bæjarstjóri og fulltrúar frá Akureyrarbæ mæta á fundinn. Fjölmennum og tökum þátt í umræðunni. Kosið verður í Hverfisráð fyrir næsta starfsár. Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í ráðinu tilkynni það á skrifstofuna í Hrísey sími: 466-1762 fyrir hádegi á miðvikudeginum 25. febrúar, með tölvupósti á “lindamaria@akureyri.is” eða til Lindu Maríu í síma 891-7293 Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Opið verður á morgun laugardag 14. janúar kl. 16:00 - 18:00 Vegna jarðarfarar.
Lesa meira

Miðar á þorrablót 2015

Miðar verða afhentir gegn greiðslu fimmtudaginn 12.febrúar kl. 17:00 - 18:00 í Íþróttamiðstöðinni. Minnum á reikning þorrablótsnefndar 1177 - 05  - 271 kt. 530313-1150.Athugið að ekki verður sala á drykkjum á ballinu en gos fylgir með hverjum miða á matinn. Nefndin
Lesa meira