Fréttir

Karrinn 2019

Nú er Karrinn kominn inn á heimasíðuna okkar og að venju er aðventudagatalið í honum ásamt fréttum úr samfélaginu. Í dag verður kveikt á jólatrénu á hátíðarsvæðinu og boðið upp á kaffi, kakó og smákökur í Hríseyjarbúðinni á eftir, síðan rekur hver viðburðurinn annan fram að áramótum. Það er von okkar að þið verðið dugleg að njóta viðburða hér í Hrísey. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Hríseyjarbúðinni. Góðar stundir Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira

Aðventustund í Hríseyjarkirkju 30. nóvember

Aðventustund í Hríseyjarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 17:00. Umsjón hafa sr. Oddur Bjarni og Svanbjörg Sverrisdóttir stjórnar kór. Börnin flytja helgileik og Ívar Helgason syngur okkur falleg lög. Að lokinni stund verður farið í kirkjugarðinn og kveikt á leiðalýsingu.
Lesa meira

Messa í Hríseyjarkirkju sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.00

Athugið breyttan messutíma! Kæru íbúar Hríseyjar. Við höfum ákveðið að færa messuna sem vera átti 17. nóvember fram um viku. Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest í notalegri kvöldmessu næsta sunnudagskvöld, þann 10. nóvember kl. 20.00.
Lesa meira

Góð þátttaka í sundátaki Ungmennafélagsins

Sundátaki UMF Narfa sem hófst 14. september lauk í vikunni. Þáttakendur áttu að synda hið minnsta 200 metra í hvert sinn í fullorðinsflokki en 50 metra í barnaflokki. Alls syntu rúmlega 30 þátttakendur um 43 kílómetra, sem er lengra en sjóleiðin frá Hrísey til Akureyrar.
Lesa meira

Kótilettukvöld á Verbúinni 66 laugardaginn 26. október

Fögnum vetri með kótilettum og tilheyrandi, Royal búðingur og rjómi á eftir. Hefst kl. 19.00 og verðið er 4.200 kr. Borðapantanir í síma 467-1166 fyrir fimmtudaginn 24. október.
Lesa meira

Tilkynning frá Sundlaug Hríseyjar

Sundlaugin í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey verður lokuð vegna viðgerðar um óákveðin tíma frá og með þriðjudeginum 8. október. Opið er í heita potta og líkamsrækt samkvæmt opnunartíma.
Lesa meira

Lokað á Verbúðinni 66 laugardaginn 5. október

Lokað á Verbúðinni 66 laugardaginn 5. október vegna einkasamkvæmis.
Lesa meira

GUÐÞJÓNUSTA SUNNUDAG 6. OKTÓBER

Sunnudaginn 6. október verður guðþjónusta kl. 11.00 - ath! Breyttur messutími! Sr. Oddur Bjarni þjónar. Að guðþjónustu lokinni fáum við okkur kaffisopa
Lesa meira

Konukvöld á Verbúðinni 66 - 5. október

Laugardaginn 5. október verður konukvöld á Verbúðinni 66. Matur, happdrætti, tónlist, grín og gleði Verð kr. 3.900.
Lesa meira

Viðvera hjúkrunarfræðings í Hrísey 2019-2020

Boðið verður upp á viðveru hjúkrunarfræðings í vetur í Hrísey einu sinni í mánuði. Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 432-4400. Staðsetning: Hlein Tímasetning: kl. 11:30 – 12:30
Lesa meira