Fréttir

Miðasala hafin á Þorrablótið í Hrísey 2018.

Þann 3.febrúar verður hið árlega þorrablót haldið með hefðbundnum hætti í Íþróttamiðstöðinni. Miðapantanir hjá Unni & Drífu:Unnur: 660-9028, Drífa: 865-1464 Eða facebook skilaboð.
Lesa meira

Nýir rekstraraðilar Hríseyjarferjunnnar

Þann 1. janúar 2018 tók Andey ehf við sem nýr rekstraraðili hríseyjaferjunnar Sævars. Andey ehf er í eigu Antons M. Steinarssonar skipstjóra á Sævari, Péturs Á. Steinþórssonar vélstjóra á Sævari og Þrastar Jóhannssonar skipstjóra á Sævari.
Lesa meira

Forvarnardagar slökkviliðsins í Hrísey

Mánudaginn 18. desember og þriðjudaginn 19. desember verða starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar ásamt slökkviliðsmönnum í Hrísey á ferðinni um eyjuna. Tilgangur heimsóknarinnar er að fara yfir eldvarnir heimila í eyjunni. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, Slökkvilið Akureyrar
Lesa meira

Kynning á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í Hlein 12. desember.

Þriðjudaginn 12. desember verður haldinn íbúafundur í Hlein kl. 16:00 þar sem Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsráðs og Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála hjá Akureyrarkaupstað kynna tillögu að nýju Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nú er í auglýsingu. Tillöguna er hægt að kynna sér á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir Auglýstar skipulagstillögur. Allir velkomnir
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin föstudaginn 8. desember.

Opið frá kl. 14:00 - 16:00
Lesa meira

Hafnarsamlag Norðurlands auglýsir

Hafnarsamlag Norðurlands bs. (Akureyrarhöfn) óskar eftir að ráða hafnarvörð til starfa í tímavinnu á starfstöð Hafnasamlagsins í Hrísey. Undir Hafnarsamlag Norðurlands bs. falla Akureyrarhöfn, Grenivíkurhöfn, Svalbarðsstrandarhöfn, Hjalteyrarhöfn, Hríseyjarhöfn og Grímseyjarhöfn. Helstu verkefni eru: Vigtun sjávarafla og skrá í aflaskráningakerfi Fiskistofu. Almennt viðhald á eignum hafnarinnar. Starf hafnarvarðar við móttöku og brottför skipa. Almenn þjónusta við viðskiptavini hafnarinnar. Almenn og sérhæfð störf á starfssviði hafnarinnar sem til falla.
Lesa meira

Tilkynning frá Eyfari ehf

Tafir hafa orðið á því að Hríseyjarferjan Sævar komi úr slipp. Gert er ráð fyrir að hún komi á laugardaginn 11. nóvember. Á meðan mun Máni frá Dalvík sjá um ferðir. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að beina öllum þungaflutningi á Sæfara á meðan á þessu stendur. Eyfar ehf.
Lesa meira

Verbúðin 66

Lokað verður föstudaginn 20. október og laugardaginn 21. október. Starfsfólkið ætlar að bregða sér í smáfrí. Opnum aftur föstudaginn 27. október.
Lesa meira

Þorrablót Hríseyinga 2018

Þorrablót Hríseyinga verður haldið laugardaginn 3. febrúar 2018 í íþróttahúsinu. Hljómsveitin Hamrabandið mun leika fyrir dansi.
Lesa meira

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju sunnudaginn 15. október kl. 14:00. Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar fyrir altari.
Lesa meira