Fréttir

Fulltrúi í skráningu gagna í Hrísey – tímabundið starf

Þjóðskrá Íslands í samvinnu við Akureyrarbæ auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa í Hrísey eða Grímsey til að annast verkefni við skráningu þinglýstra gagna í landeignaskrá. Um er að ræða tímabundið starf til ársloka 2021 með sveiganlegu starfshlutfalli. Fulltrúinn heyrir undir deildarstjóra landupplýsingardeildar.
Lesa meira

Þorrablót í Hrísey 8. febrúar 2020.

Þann 8.febrúar verður hið árlega þorrablót haldið í Íþróttamiðstöðinni. Blótið hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar 19:30. Matur verður í höndum Verbúðarinnar 66 og hljómsveitin Hamrabandið heldur þorragleðinni á lofti svo lengi sem dansinn dunar.
Lesa meira

Góðar fréttir frá Hrísey

Það er gaman að segja frá því svona í byrjun árs að Hríseyjarbúðin hlaut á dögunum styrk úr verkefninu Stafrænu forskoti 2019 ásamt 5 öðrum fyrirtækjum.
Lesa meira

Opið hús í Öldu - Wave Guesthouse

Fimmtudaginn 19. desember næstkomandi verður opið hús í Öldu frá kl. 17:00 - 19:00. Hægt verður að skoðað húsið/gistiheimilð og þá aðstöðu sem við bjóðum gestum okkar upp á. Núna standa yfir framkvæmdir við annað baðherbergi á efri hæðinni og mun það auka mikið á þægindi gesta. Allir velkomnir í skoðun og spjall, heitt á könnunni og piparkökur.
Lesa meira

Tilkynning frá Andey ehf vegna Hríseyjarferjunnar.

Vegna versnandi veðurs falla allar ferðir Hríseyjarferjunnar niður í dag þriðjudag 10. desember frá og með ferð kl. 13.00.
Lesa meira

Jólabingó Slysavarnarfélagsins fimmtudaginn 12.desember. ATH breytta dagsetningu og tímasetningu.

Jólabingó Slysavarnarfélagsins verður haldið í Verbúðinni 66 fimmtudaginn 12.desember. Barnabingó hefst kl. 15:00 Fullorðinsbingó hefst kl. 20:30. Mætum og styðjum gott málefni og eigum góða stund saman.
Lesa meira

Karrinn 2019

Nú er Karrinn kominn inn á heimasíðuna okkar og að venju er aðventudagatalið í honum ásamt fréttum úr samfélaginu. Í dag verður kveikt á jólatrénu á hátíðarsvæðinu og boðið upp á kaffi, kakó og smákökur í Hríseyjarbúðinni á eftir, síðan rekur hver viðburðurinn annan fram að áramótum. Það er von okkar að þið verðið dugleg að njóta viðburða hér í Hrísey. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Hríseyjarbúðinni. Góðar stundir Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira

Aðventustund í Hríseyjarkirkju 30. nóvember

Aðventustund í Hríseyjarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 17:00. Umsjón hafa sr. Oddur Bjarni og Svanbjörg Sverrisdóttir stjórnar kór. Börnin flytja helgileik og Ívar Helgason syngur okkur falleg lög. Að lokinni stund verður farið í kirkjugarðinn og kveikt á leiðalýsingu.
Lesa meira

Messa í Hríseyjarkirkju sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.00

Athugið breyttan messutíma! Kæru íbúar Hríseyjar. Við höfum ákveðið að færa messuna sem vera átti 17. nóvember fram um viku. Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest í notalegri kvöldmessu næsta sunnudagskvöld, þann 10. nóvember kl. 20.00.
Lesa meira

Góð þátttaka í sundátaki Ungmennafélagsins

Sundátaki UMF Narfa sem hófst 14. september lauk í vikunni. Þáttakendur áttu að synda hið minnsta 200 metra í hvert sinn í fullorðinsflokki en 50 metra í barnaflokki. Alls syntu rúmlega 30 þátttakendur um 43 kílómetra, sem er lengra en sjóleiðin frá Hrísey til Akureyrar.
Lesa meira