Fréttir

Tilkynning frá Eyfari ehf

Tafir hafa orðið á því að Hríseyjarferjan Sævar komi úr slipp. Gert er ráð fyrir að hún komi á laugardaginn 11. nóvember. Á meðan mun Máni frá Dalvík sjá um ferðir. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að beina öllum þungaflutningi á Sæfara á meðan á þessu stendur. Eyfar ehf.
Lesa meira

Verbúðin 66

Lokað verður föstudaginn 20. október og laugardaginn 21. október. Starfsfólkið ætlar að bregða sér í smáfrí. Opnum aftur föstudaginn 27. október.
Lesa meira

Þorrablót Hríseyinga 2018

Þorrablót Hríseyinga verður haldið laugardaginn 3. febrúar 2018 í íþróttahúsinu. Hljómsveitin Hamrabandið mun leika fyrir dansi.
Lesa meira

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju sunnudaginn 15. október kl. 14:00. Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar fyrir altari.
Lesa meira

Félag eldri borgara í Hrísey.

Félagsstarfið hefst mánudaginn 16. október kl. 15.00 í Hlein og verður á mánudögum í vetur nema annað sé auglýst. Allir 60 + velkomnir í hópinn Sjáumst hress í Hlein.
Lesa meira

Tónleikar í Sæborg laugardaginn 23. september

Svanhildur og Anna Mjöll verða með tónleika í Sæborg laugardaginn 23. september kl. 20:30. Miðaverð kr. 2.500.
Lesa meira

Styrkir byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir auka- úthlutun styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2017, eða kr. 2.230.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.
Lesa meira

Aðalfundur Hríseyjarbúðarinnar.

Aðalfundur Hríseyjarbúðarinnar verður haldinn í Hlein þann 20.september 2017 og hefst klukkan 20.00. Stjórn Hríseyjarbúðarinnar ehf.
Lesa meira

Viðvera hjúkrunarfræðings í Hrísey 2017-2018

Boðið verður upp á viðveru hjúkrunarfræðings í vetur í Hrísey einu sinni í mánuði. Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 466-1500. Staðsetning: Hlein Tímasetning: kl. 11:30 – 12:30
Lesa meira

Verbúðin 66

Verbúðin 66 verður lokuð laugardaginn 16. september vegna einkasamkvæmis. Venjuleg opnun á föstudeginum frá 18:00 - 22:00 og eldhúsið opið til 20:30.
Lesa meira