Fréttir

Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju

Þann 8. mars kl. 14.00 verður guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju. Kór Hríseyjarkirkju syngur undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. héraðsprestur.
Lesa meira

Þjónusta gámasvæðis óbreytt

Ákveðið hefur verið að breyta ekki rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey líkt og til stóð. Tilkynnt var á dögunum að frá og með 10. febrúar væri gámasvæðið eingöngu fyrir íbúa en ekki fyrirtæki eða atvinnurekstur, tekin yrðu upp klippikort og takmarkaður opnunartími. Við nánari skoðun og samtöl við heimamenn var ákveðið að gera ekki þessar breytingar að sinni og er gámasvæðið því opið eins og áður.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey

"Kötturinn" verður sleginn úr tunnunni við búðina klukkan 10.00. Nemendur Hríseyjaskóla eru hvattir til að taka þátt í fjáröflun fyrir nemendaráð og syngja í fyrirtækjum og húsum. Öskudagsballið verður haldið í Hríseyjarskóla klukkan 15:00 - 16.30, enginn aðgangseyrir.
Lesa meira

Hrísiðn ehf óskar eftir starfsmanni.

Starfsmaður óskast til að hafa yfirumsjón með hvannartínslu- og þurrkun í sumar. Tímabilið er ca 5-6 vikur frá miðjum júní til ágúst byrjunar.
Lesa meira

Hríseyjarskóli heilsueflandi grunnskóli

Helstu markmið heilsueflandi skóla eru að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Draumur í Hrísey styrkt af KEA, Norðurorku og Stefnu ehf

Ungmennafélagið Narfi ákvað á haustmánuðum að stofna félagsmiðstöð fyrir unglinga í Hrísey til að auka við afþreyingarmöguleika hríseyskra unglinga.
Lesa meira

Nýtt hverfisráð Hríseyjar

Nýtt hverfisráð var kosið á aðalfundi þann 10. febrúar 2020.
Lesa meira

Byggðaþróunarverkefnið Hrísey, perla Eyjafjarðar - Íbúafundur í Hrísey.

Íbúafundur verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni mánudaginn 24. febrúar 2020. Fundurinn hefst klukkan 19:00 og stendur til 20:30. Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundinum stendur.
Lesa meira

Breytingar á rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey frá og með 10 febrúar 2020.

Fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey frá og með 10 febrúar 2020. Gámasvæðið mun framvegis eingöngu fyrir íbúa en ekki ætlað fyrir fyrirtæki og eða annan atvinnurekstur.
Lesa meira

Ánægt ferðafólk í Hrísey

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðafólks í Hrísey síðasta sumar leiðir í ljós að það eru helst merktar gönguleiðir, náttúran og lega eyjunnar á miðjum Eyjafirði sem dregur fólk til staðarins. Ferðamenn virðast einnig margir hverjir sækja til Hríseyjar til að komast í rólegra umhverfi og til að upplifa friðsældina í eyjunni.
Lesa meira